DUO. hefur skrifað undir samning til þriggja ára við Stjórn Handverkshátíðar um framkvæmdastjórn Handverkshátíðarinnar í Eyjafjarðarsveit. Við erum mjög spenntar að taka við keflinu að þessari frábæru hátíð handverksfólks á Íslandi. Hátíðin, hefur laðað að handverksfólk og áhugasama gesti í 26 ár og teljum við að hátíðin sé í senn lyftistöng fyrir sveitarfélagið og handverksfólk á landsvísu. Við tökum fagnandi á móti þessu krefjandi verkefni og stefnum á að gera góða hátíð enn betri! DUO. mun einnig sjá um útlit Handverkshátíðarinnar útávið og er undirbúningur þegar hafinn og það er í mörg horn að líta. Á næstu mánuðum munum við veita ykkur innsýn inní hver framvindan er fyrir hátíðina í sumar. Við tökum öllum ábendingum og hugmyndum fagnandi og þeir sem vilja vera með á Hátíðnni geta sent okkur tölvupóst á handverk@esveit.is FYLGIST ENDILEGA MEÐ! Líkið við Facebooksíðu Handverkshátíðarinnar: https://www.facebook.com/Handverkshatid Þið getið líka fylgst með á Instagram: https://www.instagram.com/handverkshatid/?hl=en Einnig má skoða og fá upplýsingar um hátíðina á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar: https://www.esveit.is/handverkshatid |