Íris Ösp Sveinbjörnadóttir opnaði hönnunarstúdíóið Reykjavík Undergreound í desember. Hún hlaut styrk frá Reykjavíkurborg til að vera með sýningu á verkum kvenna í grafískri hönnun í tengslum við Hönnunarmars. 🙌 Yfirskriftin á sýningunni er: GRAFÍSKAR KONUR Okkur hjá DUO. þótti mikið til framlagsins koma og fannst við urðum að taka þátt í þessu frábæra verkefni og sendum því hvor um sig mynd til þátttöku. Þemað var frjálst sýningin er því lífleg og margbreytileg! Við erum kátar yfir því að verkin okkar voru valin með á þessa flottu sýningu :) Til hamingju með sýninguna konur í hönnun og takk fyrir skemmtilegt framtak Íris Ösp. Sýningin var opnuð síðasta laugardag og mun standa fram yfir Hönunarmars helgina. Endilega kíkið á sýninguna í Reykjavík Underground, Grensásvegi 14! Linkur á Reykjavik Underground |