​
DUO. design
  • VERKIN
  • STOFAN
  • FRÉTTIR
  • VERKIN
  • STOFAN
  • FRÉTTIR
Search

DUO. á Egilsstöðum og Akureyri

2/17/2020

Comments

 
DUO. grafísk hönnun er á fullu þessa dagana og eru verkefnin mörg og mismunandi. DUO. tekur nýjum verkefnum og áskorunum fagnandi. Í augnablikinu eru á teikniborðinu lógóvinna, auglýsingar, bókaumbrot og fleira og við hlökkum til að taka að okkur enn fleiri verkefni á næstu misserum.

DUO. var einn af stofnendum Gilið Vinnustofur sem staðsett var í Listigilinu á Akureyri. Gilið Vinnustofur var samvinnu-vinnustofa hönnuða og listamanna frá Akureyri. Þar var gott að vera og tími okkar þar var lærdómsríkur og þroskandi. Gili Vinnustofum hefur verið lokað og breytingar urðu á húsakosti DUO.
Síðastliðið haust flutti Heiðdís Halla, annar helmingur DUO. austur til Egilsstaða eftir tuttugu og tveggja ára fjarveru og búsetu í Reykjavík, París, Kaupmannahöfn og Akureyri. Heiðdís setti strax upp skrifstofu á heimili sínu á Egilsstöðum, Kristín Anna flutti sína vinnustöð líka heim í bili en DUO. hefur haldið áfram að vinna saman að hinum ýmsu verkefnum.

DUO. sér m.a. áfram um framkvæmdastjón og útlit Handverkshátíðar á Hrafnagili 2020. Í þeirri vinnu vinnum við með sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og stjórn Handverkshátíðar. Heiðdís sækir fundi stjórnar en ef hún getur ekki mætt í raunheimi sækir hún fundinn í gegnum fundarbúnað og gengur sú samvinna vel.

Það er í raun stutt á milli Akureyrar og Egilsstaða og tækni dagsins í dag gerir samvinnu milli staða að barnaleik. Við setjum ekki fyrir okkur að hanna fyrir erlend fyrirtæki og stofnanir frekar en innlend. Við höfum m.a. tekið að okkur verkefni frá Suður Afríku, Reykjavík og Sauðárkróki og viljum ennþá stækka við okkur þjónustusvæðið. 

DUO. býður uppá faglega og persónulega þjóustu og styrkur okkar liggur í góðu skipulagi, samvinnu og fallegri hönnun.

Viltu vinna með DUO.?
Sendu fyrirspurn á:
duodot@duodot.design




Picture
Comments

    Eldri fréttir



    ​

    September 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    December 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018

Picture

​Duodot ehf
Grafísk hönnun
Miðvangur 5-7, Egilsstöðum
Kt. 570418-2110
duodot@duodot.design


​Heiðdís Halla Bjarnadóttir
DUO.  Egilsstaðir

Grafískur hönnuður - FÍT
867 2357
​heiddis@duodot.design

​Kristín Anna Kristjánsd.
DUO.  Akureyri

Grafískur hönnuður - FÍT
847 0516
​
kristin@duodot.design
  • VERKIN
  • STOFAN
  • FRÉTTIR
​