Skipulagsdagatalið fyrir 2020 er tilbúið. Þetta er 4 árið í röð sem þessi dagatöl eru gefin út. Á hverju ári eru nýjir litir og ný form en önnur uppsetning dagatalsins helst sú sama. Í ár völdum við að vinna með einn hring og einn ferhyrning í formunum. Einfallt og fallegt svo skemmtilegar, lifandi en módern litasamsetningar fá að njóta sín. Dagatalið er í stærð A3 og er hengt upp með klemmu. Margir hafa notað segla, aðrir leggja það á borð og einhverji hafa sett það í ramma án glers. Dagatalið lífgar uppá heimilið með skemmtilegum litum og er mjög praktísk í notkun þar sem rammi er fyrir hvern dag sem hægt er að skrifa inní og til hliðar við dagatalið eru aukalínur ætlaðar fyrir minnispunkta, innkaupalista eða fallegar kveðjur :) Dagatal 4.500.- Klemma 300.- Einungis voru prentuð 80 eintök svo upplagið er takmarkað og betra er að hafa hraðar hendur ef þig langar í eintak :) Heiðdís verður á POP-UP myndlistamarkaði í Sláturhúsinu á Egilssöðum laugardaginn 14. desember með dagatölin sín og fleira skemmtilegt fyrir þá sem vilja kíkja við. Sendið mail á heiddis@duodot.design ef ykkur langar í eintak! |