Þriðja ferðahandbókin þar sem DUO. hannar innsíður og brýtur um fyrir útgáfufyrirtæki Snæfríðar Ingadóttur, Ár og dagar ehf.
Fyrsta bókin fjallaði um Tenerife, önnur bókin var líka um Tenerife en ætluð kátum krökkum. Kanaríbókin er nýjasta bókin í ferðabókum Snæfríðar og hún er engu minni snilld en hinar tvær. Gaman er að setja upp bækurnar hennar Snæfríðar þar sem hún skrifar lifandi og skemmtilega texta og tekur langslestar myndirnar sjálf. Við litaskiptum köflum bókanna til að afmarka hvert efni sem best með björtum og hressum litum. Litirnir og leikurinn að formunum á síðunum er til að afmarka efnið sem best, að hvert atriði fyrir sig fái nóg pláss og sé skemmtilegt fyrir augað og fangi athygli lesandans sem liggur vonandi og flatmagar á góðri strönd. Endilega skoðið og kaupið bækurnar í næstu bókabúð, sérstaklega ef þið eruð á leiðinni í fríið. Við lofum góðri skemmtun og HAUG af góðum og nytsamlegum upplýsingum. Frábærlega skemmtilegt verkefni sem krefst þess að myndefnið sé hannað þannig að það falli vel á diskinn. Taka þarf líka tillit til hvert hlutverk disksins er í veislunni og hverju maður vill ná fram. Form disksins var ákveðið og litapallettan var falleg og fjölbreytt frá postulínsverksmiðjunni Figgjo í Noregi.
Að öðru leiti fengum við listrænt frelsi. Ákveðið var að vinna með geometrísk form með áhugaverðri litasamsetningu (með tilliti til gefinna lita). Samstarfið gekk mjög vel og gaman að fá að vinna í þessu verkefni og fá innsýn inní nýjan hönnunarheim. Þar sem verksmiðjan er í Noregi þurftum við að fá ljósmyndir af framleiðsluferlinu. Það hefur verið heiður, ánægja og mjög skemmtilegt að vinna að þessu verkefni. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af ferlinu. Hlökkum rosalega til að sjá og handleika lokaafurðina... Þið munuð fá að fylgjast með því :) Skipulagsdagatalið fyrir 2020 er tilbúið. Þetta er 4 árið í röð sem þessi dagatöl eru gefin út. Á hverju ári eru nýjir litir og ný form en önnur uppsetning dagatalsins helst sú sama. Í ár völdum við að vinna með einn hring og einn ferhyrning í formunum. Einfallt og fallegt svo skemmtilegar, lifandi en módern litasamsetningar fá að njóta sín. Dagatalið er í stærð A3 og er hengt upp með klemmu. Margir hafa notað segla, aðrir leggja það á borð og einhverji hafa sett það í ramma án glers. Dagatalið lífgar uppá heimilið með skemmtilegum litum og er mjög praktísk í notkun þar sem rammi er fyrir hvern dag sem hægt er að skrifa inní og til hliðar við dagatalið eru aukalínur ætlaðar fyrir minnispunkta, innkaupalista eða fallegar kveðjur :) Dagatal 4.500.- Klemma 300.- Einungis voru prentuð 80 eintök svo upplagið er takmarkað og betra er að hafa hraðar hendur ef þig langar í eintak :) Heiðdís verður á POP-UP myndlistamarkaði í Sláturhúsinu á Egilssöðum laugardaginn 14. desember með dagatölin sín og fleira skemmtilegt fyrir þá sem vilja kíkja við. Sendið mail á heiddis@duodot.design ef ykkur langar í eintak! |