​
DUO. design
  • VERKIN
  • STOFAN
  • FRÉTTIR
  • VERKIN
  • STOFAN
  • FRÉTTIR
Search

DAGATÖL 2019

10/31/2018

Comments

 
                                                Tíminn líður áfram...
​

Dagatöl hjálpa manni sjónrænt við skipulagningu fram í tímann. Það er líka alltaf betra að dagatöl séu falleg á að líta svo það sé gaman að hafa þau uppá vegg.

DUO. hefur hannað tvær týpur af dagatölum fyrir 2019. Dagatölin eru prentuð á hágæða pappír sem hægt er að skrifa á. Klemma til upphengingar fylgir með.

A4 dagatal með línum Verð: 4.400.-
A3 skipulagsdagatal Verð: 5.900.-
 

Dagatölin eru prentuð í takmörkuðu upplagi og eru á hagstæðu verði.
Hægt verður að kaupa dagatölin í Gili Vinnustofum (Kaupvangsstræti 23 á Akureyri) eða panta með því að hafa samband við okkur. Sendum í póstkröfu.

Ekki missa af þessu, við tökum á móti forpöntunum núna! duodot@duodot.design eða í síma 867 2357.

                               Tilvalin jólagjöf fyrir fagurkera <3
​

​                                                    Heiðdís & Kristín

Picture
Picture
Picture
Picture
Comments

UmbrOT

10/22/2018

Comments

 
Umbrot er eitt af því skemmtilegasta sem við gerum.

​Þegar við fáum til okkar höfunda með góðann texta og myndir þá er gaman! Byrjað er á að rýna í efni bókarinnar, til hverra hún á að höfða og hvernig höfundurinn sér bókina fyrir sér. Smátt og smátt fer að koma í ljós hvert stefnan verður tekin. Þá er næsta verk að hlaða öllu efninu inn í Adobe InDesign forritið, bretta upp ermar og hefjast handa.

Bók verður til með miklu samstarfi hönnuðar og höfundar og lokaútkoman byggir oftar en ekki á því að samstarfið hafi verið gott. Kaffi, bakkelsi og gott grín er nauðsynlegt á meðan ferlinu stendur :)

Við sendum forsíðu af væntanlegri barnabók í Bókatíðindi í morgun. Bókin sjálf fer í prentun í vikunni. Við hlökkum til að fá bókina úr prentun og deila gleðinni með ykkur.

Barnabókin er þrijða útgefna bókin sem DUO. brýtur um á þessu ári.

Við brjótum um bækur, bæklinga, ársskýrslur og hvað eina sem fólki dettur í hug!
Picture
Comments

Fyrirlestur  i  listasafni  akureyrar

10/16/2018

Comments

 
Picture
Í dag, þriðjudaginn 16. október kl.17:00  ætlar Árni Árnason, innahússarkitekt að halda fyrirlestur í Listasafni Akureyrar undir yfirskriftinni Samstarf hönnuða og neytenda. Þar mun hann fjalla um Gilið vinnustofur sem er skapandi rými í Listagilinu þar sem átta einstaklingar í sjálfstæðum rekstri eru með vinnuaðstöðu. Árni er einn af hópnum og mun tala um kosti þess að vinna saman að skapandi verkefnum og um samvinnu hönnuða og neytenda.

Við hja DUO. erum eintaklega ánægðar með að tilheyra hópi sjálfstætt starfandi hönnuða í Gili vinnustofum. Skristofan okkar er í einstaklega flottu opnu rými í Kaupvangsstræti 23 (Listagilinu) á Akureyri.  Við njótum góðs af því að vera umkringd færum hönnuðum sem allir eru að vinna að sínu og hér má finna teiknara, textílhönnuð, grafíska hönnuði og Arkitekt. Vinnuandinn er mjög góður og oft er gott að geta fengið ráð og athugasemdir frá kollegum sínum þegar verið er að vinna verkefni. Svo ekki sé nú minnst á föstudagskaffið þegar allir setjast saman í elhúshorninu með bakkelsi og ræða vikuna og málefni líðandi stundar. Í rýminu er líka búið að setja upp litla búð með vörum frá hönnuðum hússins.

Það er líka mikill styrkur fólginn í því að vera saman í rými og gerir faglegt samstarf mögulegt.

Til að mynda tókum við hjá DUO. höndum saman með Þórhalli Kristjánssyni hjá Effekt auglýsingastofu og unnum stórskemmtilegt verkefni fyrir Sæplast á Dalvík. Verkefnið var að búa til infographic/motion graphic myndband af nýrri vöru sem komin er í framleiðslu. Samstarfið gekk vonum framar og allir fengu fljótt sitt hlutverk. Verkefnið var margþætt og samanstóð af handritsgerð, hljóðupptökum, leturvinnslu, teiknun og kvikun. Við erum stolt af verkinu okkar sem mun verða frumsýnt innan tíðar og við hlökkum mikið til að deila því með ykkur.

Fyrirlestur Árna verður skemmtilegur eins og hann og mun veita innsýn í þá hugmyndafræði sem Gilið vinnustofur stendur fyrir.


Comments

Bloggi blogg

10/16/2018

Comments

 
Jæja, nú ætlum við stöllur að skrifa blogg annað slagið hér á heimasíðuna. Við ætlum að segja frá því sem við erum að vinna á stofunni okkar, því sem við erum að hugsa eða því sem okkur finnst spennandi í hönnun.

Ykkur er frjálst að fylgjast með okkur hér.

Comments

    Eldri fréttir



    ​

    September 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    December 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018

Picture

​Duodot ehf
Grafísk hönnun
Miðvangur 5-7, Egilsstöðum
Kt. 570418-2110
duodot@duodot.design


​Heiðdís Halla Bjarnadóttir
DUO.  Egilsstaðir

Grafískur hönnuður - FÍT
867 2357
​heiddis@duodot.design

​Kristín Anna Kristjánsd.
DUO.  Akureyri

Grafískur hönnuður - FÍT
847 0516
​
kristin@duodot.design
  • VERKIN
  • STOFAN
  • FRÉTTIR
​