DUO. fékk það krefjandi og skemmtilega verkefni að hanna umbúðir
utan um kertalínu fyrir Happy Candles. Kertalínan sem ber heitið Dimmuborgir samanstendur af þremur misstórum kertum sem hvert er nákvæm afsteypa af hraunmola úr Dimmuborgum í Mývatnssveit. Kertin þrjú voru nefnd eftir þekktustu kennileitum Dimmuborga: Klettur Krókur Kirkja Mikil vinna og tími fór í að finna út úr því hvernig best og umhverfisvænast væri að vinna umbúðirnar. Loks fundust viðeigandi umbúðir sem hægt var að vinna útfrá og þá hófst hönnunarvinnan fyrir alvöru. DUO. skoðaði marga möguleika og eftir miklar vangaveltur var tekin ákvörðun um að láta hönnunina fylgja kertunum á allan hátt og vísa í hraunið og íslenska arfleið. Myndirnar af hrauninu tók Kristín Anna að hausti í Dimmuborgum. Það var einstaklega gaman að vinna með myndirnar þar sem ljósin og skuggarnir í hrauninu breytast alltaf eftir því hvert sjónarhornið er. Pappír sem er utanum kertin inní umbúðunum hefur þann tilgang að verja þau fyrir hverskyns hnjaski. En við völdum að hafa hann í þremur litum; gulum, appelsínugulum og rauðum og vísa litirnir í glóðina, eldinn og kraftinn sem býr í iðrum Íslands og mótar hraunið og landið okkar. Letrið í nöfnum kertanna var unnið uppúr letrinu Baron Neue, þar sem okkur þótti það hafa þjóðlegt en nútímalegt yfirbragð á sama tíma. Þá var að koma öllu saman í prent og flytja umbúðirnar til landsins. Allt ferlið hefur tekið meira en ár og erum við hjá DUO. glaðar og stoltar með útkomuna. Kertin eru til sölu á heimasíðu Happy Candles og eru væntanleg í sérverslanir mjög fljótlega. Til hamingju Happy Candles með flottu kertin ykkar og gangi ykkur sem allra best áfram! Myndir af kertum og umbúðum: Auðunn Ljósmyndari |