​
DUO. design
  • VERKIN
  • STOFAN
  • FRÉTTIR
  • VERKIN
  • STOFAN
  • FRÉTTIR
Search

artless.is. - Vefverslun með veggjakonfekt

9/3/2020

Comments

 
Picture

​artless selur íslenskar hönnunarvörur fyrir heimilið. Vöruúrvalið samanstendur af hönnun grafíska hönnuðarins Heiðdísar Höllu. Hún vinnur aðallega grafísk myndverk sem eiga það þó til að teygja sig útaf pappírnum og yfir í þrívíð verk sem oftar en ekki innihalda textíl á einn eða annan hátt.

Hönnunin er innblásin af íslenskri náttúru & norrænum minimalisma með dassi af húmor & leikgleði. Heiðdís Halla vinnur mikið með form, liti & litasamsetningar til að skapa hughrif og vekja jákvæðar minningar hjá áhorfendum.
Sum verkanna koma í takmörkuðu upplagi & eru þá árituð og númeruð. 
​

Fylgist með www.artless.is
Vefverslun með veggjakonfekt
OPNAR á hádegi 4. september 2020
​

Comments

Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit frestað til 2021

4/28/2020

Comments

 
Picture
DUO. sér um framkvæmdarstjórn Handverkshátíðar og sendir hér út tilkynningu til viðbótar við heimasíðu Handverkshátíðar um óhjákvæmilega frestun Handverkshátíðar í Eyjafjarðarsveit til 2021.

Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit hefur verið haldin á hverju ári síðastliðin 28 ár. Hátíðina sækja árlega 10-15 þúsund gestir og eru sýnendur yfir 100 talsins. Handverkshátíðin er ein helsta fjáröflun ýmissa félaga í Eyjafjarðarsveit og hafa félagsmenn lagt á sig mikla og óeigingjarna sjálfboðavinnu í þágu samfélagsins í gegnum árin til að halda frábæra Handverkshátíð.

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur stjórn Handverkshátíðarinnar í samvinnu við aðildarfélög ákveðið að fresta hátíðinni fram til ársins 2021. Ákvörðunin var tekin að vel ígrunduðu máli í samráði við helstu samstarfsaðila. Ákvörðunin var erfið en nauðsynleg í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 faraldursins og útgefinna leiðbeininga um samkomur.

Á hverju ári koma margir að uppsetningu Handverkshátíðarinnar og lítur stjórn svo á að það sé hennar ábyrgð og skylda að hlýða settum reglum og vernda starfsmenn sína, gesti og þátttakendur og koma í veg fyrir enn frekari smit í samfélaginu með því að fresta Handverkshátíðinni til 2021.

Allir sjálfboðaliðar og fyrirtæki sem koma að undirbúningi Handverkshátíðarinnar hafa verið látnir vita af ákvörðuninni. Við óskum þeim alls hins besta á þessum óvissutímum og vonumst til að eiga áframhaldandi gott samstarf að ári.

Stjórn Handverkshátíðar hefur bókað að hefja strax undirbúning fyrir næsta ár og mun Handverkshátíðin koma aftur inn með krafti og gleði að ári.

Við hlökkum til Handverkshátíðar í Eyjafjarðarsveit 5.-8. ágúst 2021. 

Baráttukveðjur,
​Framkvæmdarstjórar og Stjórn Handverkshátíðar í Eyjafjarðarsveit.
​
Picture
Svipmyndir frá Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit 2019
Comments

HANDVERKSHÁTÍÐ 2020

3/11/2020

Comments

 
Picture

Allt er á fullu í undirbúningi fyrir Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit 2020 og opnað verður fyri umsóknir um þáttöku á næstu dögum. DUO. sér um framkvæmdarstjórn og útlit hátíðarinnar eins og í fyrra og er allt á fullu við að undirbúa nýju heimasíðuna, uppfæra útlitið, taka saman upplýsingar og setja upp umsóknarferlið svo fátt eitt sé nefnt.

Handverkshátíðin í fyrra heppnaðist með eindæmum vel. Margir nýjir handverksmenn og hönnuðir bættust við í hóp þaulreyndra sýnenda sem gerði hátíðina enn fjölbreyttari og skemmtilegri. Veðrið hefði mátt vera betra og varð sumum sem voru mikið úti ansi kalt.  En í ár höfum við lagt inn sérstaka pöntun um að hafa veðrið í sumar alveg einstakt. Sjáum hvað setur með það:)

Það eru forréttindi og virkilega gaman fá að vinna með og kynnast fólkinu í Eyjafjarðarsveit. Félögin í sveitinni leggjast á eitt um að gera hátíðina sem glæsilegasta ár hvert. Ungir og gamlir hjálpast að við að koma sýningarkerfunum upp, standa vaktina, spila músík, sjá um veitingasöluna og allt sem þarf til að Handverkshátíðin gangi smurt ár hvert.

Hátíðin í ár verður sú 28. í óslitinni röð frá upphafi og hlökkum við mikið til komandi Handverkshátíðar.
​
​Sjáumst í ágúst!
Svipmyndir frá síðustu Handverkshátíð.
Comments

NÝ AÐSTAÐA DUO. VIÐ MIÐVANG 5-7 Á EGILSSTÖÐUM

3/2/2020

Comments

 
Frábær ný skrifstofuaðstaða DUO. er við Miðvang 5-7 á Egilsstöðum. (jarðhæð Icelandair Hótel Hérað)
DUO. getur nú tekið á móti viðskiptavinum og hellt uppá kaffi á ný og er í skýjunum með það.

Aðstaðan er mjög góð og hentar starfsemi okkar vel. 
DUO. deilir rýminu með Steinrúnu Óttu, vöruhönnuði og ljósmyndara og við hlökkum til að skapa saman skemmtilega og lifandi skrifstofu með henni.
​
Verið hjartanlega velkomin að líta við! Það er til nóg af kaffi :)
Comments

HANNAÐI matardisk fyrir hátíðarkvöldverð klúbbs matreiðslumeistara

2/18/2020

Comments

 
Í dag er á grein á vefsíðu Austurfréttar um hönnun Heiðdísar Höllu á matardiski fyrir Klúbb Matreiðslumeistara. Diskurinn sem um ræðir var gerður sérstaklega fyrir Hátíðarkvöldverð Klúbbs Matreiðslumeistara sem haldinn var í Hörpunni í janúar 2020. Hátíðarkvöldverðurinn er árlegur viðburður og ein helsta fjáröflun fyrir Kokkalandslið Íslands.

Kokkalandslið Íslands er einmitt í Stuttgart að keppa á Ólympíuleikum matreiðslumeistara þessa dagana og hefur nú þegar unnið til tveggja gullverðlauna. Það verður að teljast frábær árangur! ​

Hér má lesa greinina um diskinn og hönnun hans.

ÁFRAM ÍSLAND!

Picture
Picture
Myndir frá Hátíðarkvöldverði : www.conceptevents.is
Picture
Comments

DUO. á Egilsstöðum og Akureyri

2/17/2020

Comments

 
DUO. grafísk hönnun er á fullu þessa dagana og eru verkefnin mörg og mismunandi. DUO. tekur nýjum verkefnum og áskorunum fagnandi. Í augnablikinu eru á teikniborðinu lógóvinna, auglýsingar, bókaumbrot og fleira og við hlökkum til að taka að okkur enn fleiri verkefni á næstu misserum.

DUO. var einn af stofnendum Gilið Vinnustofur sem staðsett var í Listigilinu á Akureyri. Gilið Vinnustofur var samvinnu-vinnustofa hönnuða og listamanna frá Akureyri. Þar var gott að vera og tími okkar þar var lærdómsríkur og þroskandi. Gili Vinnustofum hefur verið lokað og breytingar urðu á húsakosti DUO.
Síðastliðið haust flutti Heiðdís Halla, annar helmingur DUO. austur til Egilsstaða eftir tuttugu og tveggja ára fjarveru og búsetu í Reykjavík, París, Kaupmannahöfn og Akureyri. Heiðdís setti strax upp skrifstofu á heimili sínu á Egilsstöðum, Kristín Anna flutti sína vinnustöð líka heim í bili en DUO. hefur haldið áfram að vinna saman að hinum ýmsu verkefnum.

DUO. sér m.a. áfram um framkvæmdastjón og útlit Handverkshátíðar á Hrafnagili 2020. Í þeirri vinnu vinnum við með sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og stjórn Handverkshátíðar. Heiðdís sækir fundi stjórnar en ef hún getur ekki mætt í raunheimi sækir hún fundinn í gegnum fundarbúnað og gengur sú samvinna vel.

Það er í raun stutt á milli Akureyrar og Egilsstaða og tækni dagsins í dag gerir samvinnu milli staða að barnaleik. Við setjum ekki fyrir okkur að hanna fyrir erlend fyrirtæki og stofnanir frekar en innlend. Við höfum m.a. tekið að okkur verkefni frá Suður Afríku, Reykjavík og Sauðárkróki og viljum ennþá stækka við okkur þjónustusvæðið. 

DUO. býður uppá faglega og persónulega þjóustu og styrkur okkar liggur í góðu skipulagi, samvinnu og fallegri hönnun.

Viltu vinna með DUO.?
Sendu fyrirspurn á:
duodot@duodot.design




Picture
Comments

komdu með til kanarí

12/11/2019

Comments

 
Þriðja ferðahandbókin þar sem DUO. hannar innsíður og brýtur um fyrir útgáfufyrirtæki Snæfríðar Ingadóttur, Ár og dagar ehf.

Fyrsta bókin fjallaði um Tenerife, önnur bókin var líka um Tenerife en ætluð kátum krökkum. Kanaríbókin er nýjasta bókin í ferðabókum Snæfríðar og hún er engu minni snilld en hinar tvær.

Gaman er að setja upp bækurnar hennar Snæfríðar þar sem hún skrifar lifandi og skemmtilega texta og tekur langslestar myndirnar sjálf. Við litaskiptum köflum bókanna til að afmarka hvert efni sem best með björtum og hressum litum. Litirnir og leikurinn að formunum á síðunum er til að afmarka efnið sem best, að hvert atriði fyrir sig fái nóg pláss og sé skemmtilegt fyrir augað og fangi athygli lesandans sem liggur vonandi og flatmagar á góðri strönd.

Endilega skoðið og kaupið bækurnar í næstu bókabúð, sérstaklega ef þið eruð á leiðinni í fríið. Við lofum góðri skemmtun og HAUG af góðum og nytsamlegum upplýsingum.
Picture
Comments

Diskur fyrir Hátíðarkvöldverð Klúbbs Matreiðslumeistara í Hörpunni 2020

12/11/2019

Comments

 
Frábærlega skemmtilegt verkefni sem krefst þess að myndefnið sé hannað þannig að það falli vel á diskinn. Taka þarf líka tillit til hvert hlutverk disksins er í veislunni og hverju maður vill ná fram. Form disksins var ákveðið og litapallettan var falleg og fjölbreytt frá postulínsverksmiðjunni Figgjo í Noregi. 
Að öðru leiti fengum við listrænt frelsi. Ákveðið var að vinna með geometrísk form með áhugaverðri litasamsetningu (með tilliti til gefinna lita).

Samstarfið gekk mjög vel og gaman að fá að vinna í þessu verkefni og fá innsýn inní nýjan hönnunarheim.

Þar sem verksmiðjan er í Noregi þurftum við að fá ljósmyndir af framleiðsluferlinu. Það hefur verið heiður, ánægja og mjög skemmtilegt að vinna að þessu verkefni. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af ferlinu.  Hlökkum rosalega til að sjá og handleika lokaafurðina... Þið munuð fá að fylgjast með því :)

Comments

December 11th, 2019

12/11/2019

Comments

 
Picture
Skipulagsdagatalið fyrir 2020 er tilbúið.  Þetta er 4 árið í röð sem þessi dagatöl eru gefin út. Á hverju ári eru nýjir litir og ný form en önnur uppsetning dagatalsins helst sú sama.
Í ár völdum við að vinna með einn hring og einn ferhyrning í formunum. Einfallt og fallegt svo skemmtilegar, lifandi en módern litasamsetningar fá að njóta sín.

Dagatalið er í stærð A3 og er hengt upp með klemmu. Margir hafa notað segla, aðrir leggja það á borð og einhverji hafa sett það í ramma án glers.
Dagatalið lífgar uppá heimilið með skemmtilegum litum og er mjög praktísk í notkun þar sem rammi er fyrir hvern dag sem hægt er að skrifa inní og til hliðar við dagatalið eru aukalínur ætlaðar fyrir minnispunkta, innkaupalista eða fallegar kveðjur :)

Dagatal   4.500.-
Klemma  300.-


Einungis voru prentuð 80 eintök svo upplagið er takmarkað og betra er að hafa hraðar hendur ef þig langar í eintak :)

Heiðdís verður á POP-UP myndlistamarkaði í Sláturhúsinu á Egilssöðum  laugardaginn 14. desember með dagatölin sín og fleira skemmtilegt fyrir þá sem vilja kíkja við.

​Sendið mail á heiddis@duodot.design ef ykkur langar í eintak!
Picture
Picture
Comments

Tenerife - krakkabókin

6/21/2019

Comments

 
Geggjað stuð fyrir hressa krakka!
​
Hefur þú komið til Tenerife? Tenerife er geggjuð eyja og þar er nóg að gera fyrir hressa krakka. Veðrið er svo gott þar að þú getur alltaf farið út að leika. Þar eru líka klikkaðir skemmtigarðar, frábærar ísbúðir, djúsí matur og æðislegar strendur.
​

Picture

​Ragnheiður Inga Matthíasdóttir er ellefu ára gömul, hefur skrifað ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGA bók um hvað krakkar geta gert á Tenerife. Ragnheiður hefur frá mörgu að segja og kemur með margar góðar hugmyndir af allskonar dægradvöl fyrir fjölskyldur sem eru í fríi á Tenerife. Ragnheiður hefur heimsótt eyjuna nokkrum sinnum og er nýflutt heim eftir að hafa búið þar í heilt ár. Mamma hennar, fjölmiðla- og athafnakonan Snæfríður Ingadóttir, skrifar líka skilaboð til foreldra í bókinni svo þeir viti hvað þarf að gera og hvað ber að varast.

DUO. hlaust sá heiður að hanna innsíðurnar í þessa skemmtilegu bók fyrir krakka. Það var mjög skemmtileg vinna þar sem textinn er í fyrsta lagi STÓRSKEMMTILEGUR og það var nokkrum sinnum skellt uppúr hér þegar verið var að setja bókina upp. Ljósmyndirnar í bókinni eru skemmtilegar og greinilegt að það er ýmislegt hægt að bralla og sjá á Tenerife! Og það var rosalega gaman fyrir okkur að fá að skreyta bókina og gera hana sem hressasta fyrir káta krakka.

​Ragnheiður Inga verður í Föstudagsþættinum á N4 í kvöld að segja frá bókinni og ævintýrum sínum á Tenerife. Endilega fylgist með henni! Ferlega flott og skemmtileg stelpa hér á ferð sem við vonum að eigi eftir að skrifa fleiri bækur í framtíðinni.

Hér má sjá aðrar umfjallanir um bókina góðu:
Í Vikudegi og á mbl.is

DUO. mælir 100% með þessari skemmtilegu bók
fyrir alla ferðalanga sem eru á leið til Tenerife með hressa krakka!

Bókin er til sölu í Pennanum Eymundsson og á heimasíðu Snæfríðar Lífið er ferðalag.

Picture
FLOTTAR MÆGÐUR Í SÓLINNI Á TENERIFE
Picture
Comments

SUMARIÐ ER TÍMINN - DUO. í Svíþjóð

6/6/2019

Comments

 
DUO. hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum undanfarið. Það eru mörg verkefni sem við hlökkum til að segja ykkur frá fljótlega! (Það eina sem okkur vantar er tími til að skrifa fréttir fyrir ykkur). 

En í maí fór DUO. í hópferð til Svíþjóðar á vegum Eyjafjarðarsveitar. Við ferðuðumst með góðu fólki í 10 daga og kynntum okkur sænskar handverkshefðir og hittum ótrúlega fært handverksfólk. Við fórum líka á handverkshátíðir til að kynna okkur hvernig Svíarnir gera þetta og við getum sagt að við urðum ekki fyrir vonbrigðum.

Við fengum líka námskeið í körfugerð í handverksskólanum í Nääs (nálægt Gautaborg). Skólinn er í dásamlegu umhverfi inní miðjum skógi. Allar byggingar voru mjög gamlar og það er þvílík saga í hverjum krók og kima þarna. Við nutum ferðarinnar í botn þrátt fyrir krefjandi dagskrá og svo unnum við í fartölvunni á kvöldin.

Við erum reynslunni ríkari eftir ferðina, fullar af hugmyndum og innblæstri fyrir komandi Handverkshátíðir á Hrafnagili, svo ekki sé minnst á mjög skemmtileg sambönd sem urðu til og hlökkum við til að kynna fyrir ykkur sænskt handverksfólk og sænskt handverk í bland við það íslenska á Handverkshátíð 2020.

Handverkið blómstrar á Íslandi og þjóðlegt handverk er að sækja í sig veðrið á ný og það er vel. Á tímum þar sem hlýnun jarðar er orðið vandamál verðum við líka að leita aftur inn á við og skapa okkur umhverfi þar sem ekki allt er einnota og nýta efnivið úr nærumhverfinu. Skapa sjálf umhverfið okkar og hlutina í kringum okkur með virðingu fyrir náttúrunni. Handverkið og kunnátta á því sviði verður örugglega jafn ef ekki enn mikilvægari þáttur en áður í að skapa bjartari og umhverisvænni framtíð. Nýtt handverk sem byggir á gamalli þekkingu um nýtingu efnis og í aðferðum er klárlega lykill að betri og sjálfbærari framtíð.
Svo má ekki gleyma gleðinni og núvitundinni sem fylgir jafnan handverkinu  <3

Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni fyrir þá sem hafa gaman af :)

Takk fyrir okkur og Heja Sverige!

DUO.
Picture
Picture
Picture
Comments

DImmuborgir - ný kertalínA

5/7/2019

Comments

 
DUO. fékk það krefjandi og skemmtilega verkefni að hanna umbúðir
utan um kertalínu fyrir Happy Candles. 

Kertalínan sem ber heitið Dimmuborgir samanstendur af þremur misstórum kertum
sem hvert er nákvæm afsteypa af hraunmola úr Dimmuborgum í Mývatnssveit.
 

Kertin þrjú voru nefnd eftir þekktustu kennileitum Dimmuborga:
Klettur 
Krókur 
Kirkja

Mikil vinna og tími fór í að finna út úr því hvernig best og umhverfisvænast væri að vinna umbúðirnar. Loks fundust viðeigandi umbúðir sem hægt var að vinna útfrá og þá hófst hönnunarvinnan fyrir alvöru. DUO. skoðaði marga möguleika og eftir miklar vangaveltur var tekin ákvörðun um að láta hönnunina fylgja kertunum á allan hátt
og vísa í hraunið og íslenska arfleið.

Myndirnar af hrauninu tók Kristín Anna að hausti í Dimmuborgum.
Það var einstaklega gaman að vinna með myndirnar ​þar sem ljósin og skuggarnir í hrauninu breytast alltaf eftir því hvert sjónarhornið er. 
Pappír sem er utanum kertin inní umbúðunum hefur þann tilgang að verja þau fyrir hverskyns hnjaski. En við völdum að hafa hann í þremur litum; gulum, appelsínugulum og rauðum og vísa litirnir í glóðina, eldinn og kraftinn sem býr í iðrum Íslands og mótar hraunið og landið okkar. 
Letrið í nöfnum kertanna var unnið uppúr letrinu Baron Neue,
þar sem okkur þótti það hafa þjóðlegt en nútímalegt yfirbragð á sama tíma. 
Þá var að koma öllu saman í prent og flytja umbúðirnar til landsins.

Allt ferlið hefur tekið meira en ár
og erum við hjá DUO. glaðar og stoltar með útkomuna.

Kertin eru til sölu á heimasíðu Happy Candles og
eru væntanleg í sérverslanir mjög fljótlega.

Til hamingju Happy Candles með flottu kertin ykkar
og gangi ykkur sem allra best áfram!

​
Myndir af kertum og umbúðum: Auðunn Ljósmyndari

Picture
Picture
Picture
Picture
Comments

DUO. fer í páskafrí

4/17/2019

Comments

 
Picture
Kæru vinir,

DUO. ætlar að skella sér í smá páskafrí.
Við verðum komnar aftur á skrifstofuna á þriðjudagsmorgun, til í tuskið.

Gleðilega páska <3

DUO.
Heiðdís Halla og Kristín Anna


Comments

DUO.  er eins árs

4/12/2019

Comments

 
DUO. er eins árs! 

Að stofna fyrirtæki og hefja rekstur er gaman. Ógeðslega krefjandi en mjög gaman. Á tímum hefur okkur fundist sem ekkert sé að ganga á meðan aðra daga gengur allt í haginn. Það er samt ljóst að það hefur gríðarlega margt gott gerst og þegar við lítum yfir verkefnastaflann sem liggur eftir okkur á þessu eina ári (og áttum okkur á því að við erum á lífi og börnin okkar líka) þá getum við ekki verið annað en
glaðar, stoltar og þakklátar.

Við höfum fengið tækifæri til að vinna að ótrúlega flottum verkefnum, með skemmtilegu og drífandi fólki. Við höfum lagt okkur allar fram og fengið að blómstra á mörgum sviðum og því ber að fagna.


DUO. hefur á einu ári:

  • Sett upp bækur
  • Hannað lógó, auglýsingar, skilti, plagöt, dagatöl, geisladiskahulstur...
  • Gert motion graphic video fyrir sjávarútvegsfyrirtæki
  • Séð um útlit og skipulagningu hátíða
  • Hannað umbúðir 
  •  Haldið sýningar á eigin verkum
      Svo eitthvað sé nefnt!

DUO. deilir skrifstofuhúsnæði með fleiri góðum hönnuðum í Gili Vinnustofum.
Á morgun er ár síðan við héldum opnunarpartý á vinnustofunni þar sem margt var um manninn og mikið fjör. Laugardaginn 13.apríl er Gildagur, það verður opið hjá okkur í Gili Vinnustofum og það verða vöflur og hressleiki á boðstólnum. Allir sem eiga leið um bæinn eru hjartanlega velkomnir að líta við.

DUO. þakkar fyrir allan stuðninginn á fyrsta árinu.

​
ROCK ON!
 DUO.
Heiðdís Halla og Kristín Anna






Picture
Þreyttar en stoltar vinkonur að opna 2018
Picture
DUO. á Hönnunarmars 2019 <3
Comments

Plagötin komin í sölu

4/11/2019

Comments

 
Picture
JÁ GÓÐAN DAGINN!

Nú eru verkin okkar sem voru á sýningunni Grafískar konur
í Reykjavík Underground komin í sölu.

Stærð myndanna er A2 (420 x 594 mm)

Hvort verk kostar 9.800.- krónur.

Við látum sérprenta á hágæða Munken pappír.

Sendið okkur línu á duodot@duodot.design

High Five!
DUO.


ps. hér má sjá öll verkin sem voru á sýningunni og lesa texta um hvert verk fyrir sig.
Reykjavík Underground - Grafískar konur

​

Comments

Takk hönnunarmars 2019

4/3/2019

Comments

 
Hönnunarmars 2019 var viðburðarríkur hjá DUO. sem fór á Design Talks, sýndi verkin sín og skemmti sér.

Eins og við tilkynntum fyrir stuttu tók DUO. þátt í sýningunni Grafískar Konur hjá Reykjavík Undreground og hlaut sú sýning góðar viðtökur og myndirnar okkar fara í sölu fljótlega.

​Einnig sýndi Heiðdís Halla, annar meðlimur DUO. verkin sín FORM á HönnunarMars.

Heiðdís sýndi í Epal og í Listasafni Reykjvíkur og gekk allt sýningarhald vonum framar. Verkin fengu mikla athygli og umfjöllun í fjölmiðlum, í marsblaði Hús og Hýbýla, og Instagrammað í spað, meðal annars hjá Scandinavia Standard. 
Í dag var síðan sýningin FORM útnefnd sem 1 af 10 hápúnktum á Hönnunarmars 2019 af Interior Design Media  það er geggjað og erum við í skýjunum með það. 

Allur þessi meðbyr er góður og hvetjandi og ætlum við okkur að halda ótrauðar áfram á þessari braut. EINA LEIÐIN ER UPP! eins og yfirskrift Design Talks var í ár :)

TAKK FYRIR OKKUR!
DUO.

Comments

Grafískar konur í Reykjavík Underground á Hönnunarmars

3/25/2019

Comments

 
Picture
"Línur" eftir Heiðdísi Höllu og "STATTU ÞIG KONA" eftir Krístínu Önnu


​Íris Ösp Sveinbjörnadóttir opnaði hönnunarstúdíóið Reykjavík Undergreound í desember. Hún hlaut styrk frá Reykjavíkurborg til að vera með sýningu á verkum kvenna í grafískri hönnun í tengslum við Hönnunarmars. 🙌 
Yfirskriftin á sýningunni er:
GRAFÍSKAR KONUR

Okkur hjá DUO. þótti mikið til framlagsins koma og fannst við urðum að taka þátt í þessu frábæra verkefni og sendum því hvor um sig mynd til þátttöku. Þemað var frjálst sýningin er því lífleg og margbreytileg!  Við erum kátar yfir því að verkin okkar voru valin með á þessa flottu sýningu :)

Til hamingju með sýninguna konur í hönnun
og takk fyrir skemmtilegt framtak Íris Ösp.


Sýningin var opnuð síðasta laugardag og mun standa fram yfir Hönunarmars helgina.

Endilega kíkið á sýninguna í Reykjavík Underground, Grensásvegi 14!

Linkur á Reykjavik Underground
​
Picture
Picture
Picture
Comments

Heiðdís Halla á Hönnunarmars 2019

3/15/2019

Comments

 
Picture
HönnunarMars 2019 mun fara fram í Reykjavík 28.-31. mars 2019. 

Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum. Á meðal viðburða ár hvert eru sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar.
HönnunarMars sameinar allar greinar hönnunar; fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafíska hönnun og vöruhönnun.

Heiðdís Halla, annar helmingur DUO., mun taka þátt í veislunni ár og sýna veggverkin sín af sýningunni FORM á tveimur stöðum, í Epal og í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur.

Veggverkin voru upphaflega tvívíð tölvugrafíkverk sem þróuðust yfir í þrívíð veggverk úr tré og textíl. Verkin ganga út á samspil fyrirfram ákveðinna forma og lita. Verkin spruttu af þörf starfandi grafísks hönnuðar til að færa sig frá tölvunni og vinna líka með efnið í höndunum til að skapa eitthvað fallegt, óháð amstri hversdagsins, pólitík, tilfinningum, vinnu, uppeldisstörfum og veðrinu.

Formlegar opnanir verða á báðum stöðum og við bjóðum alla hjartanlega velkomna sem vilja koma og fagna með okkur, skoða og spjalla.
Tímasetningar opnanna:
Epal  Miðvikudaginn 27.mars: 17:00–19:00
Hafnarhúsið  Fimmtudaginn 28.mars: 17:00–22:00

Hér eru gagnlegir tenglar fyrir áhugasama.
  • FORM á HönnunarMars
  • EPAL  /  Opnun í Epal  
  • HAFNARHÚSIР /  Opnun í Listasafninu
  • Heimasíða Heiðdísar Höllu

Við hlökkum mikið til og ykkur er öllum boðið!
​
Á HönnunarMars býðst tækifæri til að auðga andann og sækja innblástur. Hátíðin er orðin mikilvægt hreyfiafl í íslensku samfélagi og er viðskiptalegt vægi hátíðarinnar mikið fyrir þátttakendur.

Sjáumst á HönnunarMars!

Picture
Picture
Comments

OPNAÐ FYRIR UMSÓKNIR Á HANDVERKSHÁTÍÐ 2019

3/13/2019

Comments

 
Picture
Opnað hefur verið fyrir skráningar á Handveskrshátíðina í Hrafnagili 2019.

Þetta mun vera 27. hátíðin frá upphafi og hefur hún verið afar vinsæl hjá handverksfólki hingað til og stundum hafa færri komist að en vilja. Því er um að gera að sækja sem fyrst um þáttöku.

Hátíðina sækja 10-15 þúsund manns árlega og er Handverkshátíðin því frábær vetvangur fyrir handverksfólk og hönnuði til að kynna sig og selja vörur sínar.


Hátíðin fer fram 8.-11. ágúst að Hrafnagili eins og venjulega og eru skipuleggjendur og stjórnendur á fullu í undirbúningi.
Rafrænt umsóknareyðublað má nálgast hér.


Umsóknarfresturinn rennur út 30. apríl 
og niðurstaða valnefndar mun liggja fyrir þann 14. maí.


Öllum umsóknum verður svarað.

​Við minnum á samfélagsmiðlana við erum á Facebook og Instagram

Comments

Handbækur fyrir Þjóðskrá Íslands

3/5/2019

Comments

 
Picture
Þjóðskrá Íslands gefur út handbók um skráningu staðfanga.

Handbókin samanstendur af tveimur heftum, annars vegar eru leiðbeiningar settar fram sem stuðningur við reglugerð 577/2017 um skráningu staðfanga  og hins vegar notkunardæmi um hvernig hægt er að haga skráningu við ýmsar þekktar aðstæður.

DUO. sá alfarið um hönnun og umbrot handbókanna. Við erum afar ánægðar með útkomuna og þakklátar fyrir gott samstarf með starfsfólki Þjóðskrár.

Handbækurnar voru prentaðar fyrir Þjóðskrá Íslands en þær voru einnig gefnar út gagnvirkar á heimasíðu þeirra.

Hér má skoða bækurnar í gegnum heimasíðu Þjóðskrár:
1.  leiðbeiningar
2.  notkunardæmi
Picture
Comments

Handverkshátíð 2019

2/22/2019

Comments

 
Picture

DUO. hefur skrifað undir samning til þriggja ára við Stjórn Handverkshátíðar um framkvæmdastjórn Handverkshátíðarinnar í Eyjafjarðarsveit.

Við erum mjög spenntar að taka við keflinu að þessari frábæru hátíð handverksfólks á Íslandi. Hátíðin, hefur laðað að handverksfólk og áhugasama gesti í 26 ár og teljum við að hátíðin sé í senn lyftistöng fyrir sveitarfélagið og handverksfólk á landsvísu. Við tökum fagnandi á móti þessu krefjandi verkefni og stefnum á að gera góða hátíð enn betri! 
​
DUO.
 mun einnig sjá um útlit Handverkshátíðarinnar útávið og er undirbúningur þegar hafinn og það er í mörg horn að líta. Á næstu mánuðum munum við veita ykkur innsýn inní hver framvindan er fyrir hátíðina í sumar. 

Við tökum öllum ábendingum og hugmyndum fagnandi og þeir sem vilja vera með á Hátíðnni geta sent okkur tölvupóst á handverk@esveit.is 


FYLGIST ENDILEGA MEÐ!

Líkið við Facebooksíðu Handverkshátíðarinnar:
https://www.facebook.com/Handverkshatid

Þið getið líka fylgst með á Instagram:
https://www.instagram.com/handverkshatid/?hl=en
​

Einnig má skoða og fá upplýsingar um hátíðina á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar:
https://www.esveit.is/handverkshatid


Picture
Kristín Anna, Finnur Yngvi, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar og Heiðdís Halla.
Comments

LOKSINS - Ada og afmælisgjöfin

12/13/2018

Comments

 
Picture

Barnabókin Ada og afælisgjöfin, eftir Eyrúnu Gígju Káradóttur er komin í dreifingu og verður til sölu í öllum helstu bókabúðum landsins. 
Bókin fjallar um Ödu sem er að safna í blómvönd handa ömmu sinni. Í blómvöndinn fara  þekkt íslensk blóm og er því í raun skemmtileg kennslubók fyrir börn í bland við lifandi sögu. Myndirnar eru eftir Arnór Kárason og eru skemmtilegar, líflegar og litmiklar.
Í sögunni fylgjast börnin með hvernig blóminn bætast í vöndinn smátt og smátt og verða að frábærri afmælisgjöf handa ömmu <3

Tímalaus barnabók með skemmtilega nálgun á flóru náttúru Íslands.

Það var mjög gaman að fá að brjóta um þessa bók fyrir Eyrúnu Gígju og við óskum henni innilega til hamingju með útgáfuna.

​Gleðilega aðventu :)
Picture
Picture
Comments

XO

11/27/2018

Comments

 
XO  Sýning í Listaskálanum að Brúnum í Eyjafjarðarsveit.
Opnun laugardaginn 1. desember frá 16:00-19:00 
Allir velkomnir

Heiðdís Halla Bjarnadóttir, annar meðlimur DUO., setur upp sýningu á verkum sínum í Listaskálanum að Brúnum í Eyjafjarðarsveit. Sýningin mun standa allar helgar fram að áramótum á opnunartíma gallerísins frá 14:00 - 18:00.

Sýningin ber heitið XO og samanstendur af abstrakt myndverkum og handsmíðuðum veggverkum þar sem litagleðin ræður ríkjum.  

Heiðdís Halla er grafískur hönnuður og mikil áhugamanneskja textíl.

Endilega rennið inn að Brúnum (13 mínútur frá Akureyri) og kíkið á sýninguna. Kaffihúsið selur dásamlegar kökur og kaffi. 
​
Picture
Picture
Comments

ópus - Stefán bogi Sveinsson

11/12/2018

Comments

 

​ópus
, önnur ljóðabók Stefáns Boga Sveinssonar, hefur að geyma 17 ljóð. Geisladiskur fylgir með upplestri höfundar á ljóðunum við undirleik Jónasar Sigurðssonar og Ómars Guðjónssonar. Útkoman er einstök!

DUO. hlaut þann heiður að koma að hönnun og umbroti bókarinnar/geisladisksins. Okkur finnst ljóðin frábær og geisladiskurinn algjörnlega geggjaður. 

Töff, hressandi, djúpt og seiðmagnað eru nokkur orð sem okkur finnst eiga við um verkið.

Útgáfutónleikar verða í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 17. nóvember kl. 14:00

Hægt er að panta eintak  af bókinni á facebooksíðu bókarinnar:   www.facebook.com/opusljod/
​
Picture
Picture
Comments

DAGATÖL 2019

10/31/2018

Comments

 
                                                Tíminn líður áfram...
​

Dagatöl hjálpa manni sjónrænt við skipulagningu fram í tímann. Það er líka alltaf betra að dagatöl séu falleg á að líta svo það sé gaman að hafa þau uppá vegg.

DUO. hefur hannað tvær týpur af dagatölum fyrir 2019. Dagatölin eru prentuð á hágæða pappír sem hægt er að skrifa á. Klemma til upphengingar fylgir með.

A4 dagatal með línum Verð: 4.400.-
A3 skipulagsdagatal Verð: 5.900.-
 

Dagatölin eru prentuð í takmörkuðu upplagi og eru á hagstæðu verði.
Hægt verður að kaupa dagatölin í Gili Vinnustofum (Kaupvangsstræti 23 á Akureyri) eða panta með því að hafa samband við okkur. Sendum í póstkröfu.

Ekki missa af þessu, við tökum á móti forpöntunum núna! duodot@duodot.design eða í síma 867 2357.

                               Tilvalin jólagjöf fyrir fagurkera <3
​

​                                                    Heiðdís & Kristín

Picture
Picture
Picture
Picture
Comments
<<Previous

    Eldri fréttir



    ​

    September 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    December 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018

Picture

​Duodot ehf
Grafísk hönnun
Miðvangur 5-7, Egilsstöðum
Kt. 570418-2110
duodot@duodot.design


​Heiðdís Halla Bjarnadóttir
DUO.  Egilsstaðir

Grafískur hönnuður - FÍT
867 2357
​heiddis@duodot.design

​Kristín Anna Kristjánsd.
DUO.  Akureyri

Grafískur hönnuður - FÍT
847 0516
​
kristin@duodot.design
  • VERKIN
  • STOFAN
  • FRÉTTIR
​